« Til baka

Hlaupaskór.is

Hlaupaskór.is

Um viðskiptavininn

Hlaupaskór.is er nýtt fyrirtæki sem stofnað var af tveimur hlaupurum og háskólanemum með það fyrir augum að bjóða hlaupurum og öðru íþróttafólki á Íslandi upp á lægra verð á hlaupavörum og öllu því sem fylgir slíkri iðkun. Verslunin Hlaupaskór.is starfar eingöngu á netinu en þrátt fyrir það slaka starfsmenn fyrirtækisins ekki á þjónustu við viðskiptavinina heldur kappkosta að veita bæði ráðgjöf og gagnlegar upplýsingar sé þeirra óskað. Eitt af því sem Hlaupaskór.is býður upp á er heimsending á lágu verði þar sem starfsmaður með þekkingu færir vöruna heim að dyrum og getur þannig veitt ráðleggingar við val á hlaupaskóm. Slík þjónusta gerir viðskiptavinum einnig kleift að panta skó án þess að vera vera vissir um hárnákvæmt skónúmer þar sem starfsmenn okkar eru ávallt með skó og aðrar vörur á lager í sendibílnum.


  • Mynd 1
  • Mynd 2
  • Mynd 3

Verkefnið

Hafsteinn Birgir og Vignir Már eru þekktir hlauparar sem fannst vanta netverslun sem sérhæfir sig fyrir fólk stundar hlaup alla ársins hring. Þeir höfðu því samband við Hugsandi Menn til að setja upp netverslun sem fyllti þeirra þarfir. Vefurinn var settur upp í WebEd 2.0, Hugsandi Menn sáu einnig um hönnun og að stílsniða vefinn (CSS).

Árangur

Vefnum var strax vel tekið, það tók aðeins 4 vikur að ná 600 vinum frá Facebook sem komu beint frá vefnum hlaupaskor.is. Pantanir frá vefnum byrjuðu að berast strax á fyrstu vikunni eftir að vefurinn var opnaður.

Ummæli

Við völdum Hugsandi menn til að hanna vefverslunina okkar þar sem traust og öryggi er mikilvægur þáttur í slíkum rekstri á netinu. Hugsandi menn skiluðu verkinu frá sér í þeirri mynd sem við höfðum hugsað okkur og ljóst að þeir hafa viðamikla þekkingu og skilning á því hvernig góð netverslun virkar og lítur út. Stjórnkerfi verslunarkerfisins er notendavænt og einfalt á sama tíma og það uppfyllir þarfir verslunarinnar.