« Til baka

Líf & list

Líf & list

Um viðskiptavininn

Líf og List hefur rekið gjafavöruverslun í Smáralind síðan 2002. Við erum með gríðarlega mikið úrval af gjafa- og heimilisvörum frá mörgum stærstu framleiðendum í Evrópu. Í verslun okkar bjóðum við nú upp á yfir 4.000 mismunandi vörur á breiðu verðbili. Allt fyrir eldhússtörfin svo sem potta, pönnur, eldhúsáhöld, bökunarvörur og minni rafmagnsáhöld. Borðbúnað til hversdags- og spari nota. Gjafavörur í miklu úrvali bæði frá þekktum hönnuðum og svo má alltaf finna eitthvað skemmtilegt á hagstæðu verði. Við opnuðum netverslun haustið 2010 með yfir 500 vörunúmerum og munum stefna að því auka vöruúrvalið þar.


  • Mynd 1
  • Mynd 2
  • Mynd 3
  • Mynd 4

Verkefnið

Líf og list hafði samband við Hugsandi Menn og vildi auka þjónustustig við viðskiptavini sína þá sérstaklega út á landi með því að opna netverslun samhliða versluninni. Einnig vildu þeir hafa gjafavörulista möguleika á vefnum. Allar vörur sem sölur eiga lesast úr DK bókhaldskerfi (beintengt). Vefurinn var settur upp í WebEd 2.0, Hugsandi Menn sáu einnig um hönnun og að stílsniða vefinn (CSS).

Árangur

Viðbrögðin fóru framúr björtustu vonum og vefurinn er mjög vel sóttur í dag. Mikil eftirspurn hefur verið að brúðargjafalistanum á netinu sem verður opnað í febrúar 2011. Facebook virkni með vörunum hefur einnig verið mjög vinsælt og gott dæmi um beina markaðsetningu til ákv. markhóps. Vefurinn er gott dæmi um hvernig eigi nota vefinn fyrirtækinu til framdráttar.