« Til baka

Speed Sensor íþróttakerfi

Speed Sensor íþróttakerfi

Um viðskiptavininn

Þeir hjá Speed Sensor mæla getu fólks í öllum flokkum í handbolta, körfubolta og fótbolta. Þeir stilla upp sérstökum þrautum sem reyna á snerpu, hraða, hitni, tækni, útsjónarsemi og skotfestu. Gefin eru stig fyrir þrautirnar og stigin skráð undir kennitölu. Leikmaður getur séð hvar hann er staddur miðað við jafnaldra sína með því að slá inn kennitölu efst á síðunni. Markmiðið er að hvetja leikmenn til að bæta sig í nokkrum af þeim þáttum sem íþróttin þeirra byggir á. Þjálfarar fá nákvæmar niðurstöður þeirra leikmanna sem þeir þjálfa og auðveldar það þjálfaranum með einstaklingskennslu. Vonumst við til þess að mælingarnar verði til að auka getu íslenskra handbolta, körfubolta og fótboltaiðkenda á vellinum.


  • Mynd 1
  • Mynd 2
  • Mynd 3

Verkefnið

Hugsandi Menn sérsmíða "Speed Sensor" fyrir ákv. hóp fjárfesta. Um var að ræða áhugavert verkefni þar sem gamli tíminn og nútíminn var sett saman í eina lausn. Skynjarar eru staðsettir fyrir byrjunarreit og endareit sem að tengjast við Windows forriti (skrifað í C# í .net) Windows forritið sendir upplýsingar á miðlægann netþjón þegar skynjari skynjar hreyfingu. Speed Sensor kerfið sjálft, tekur svo við þessum gögnum og reiknar út, þann tíma sem tók fyrir keppanda að fara þrautina. Kerfið heldur utan um alla keppendur, keppnislið, þrautir og alla þá tíma sem farnir voru í þrautum. Einnig heldur kerfið utan um skothraða sem notað er í fótbolta og handbolta meðal annars. Á vefsíðu SpeedSensor er síðan að finna bestu tíma og stig í þrautum sem kerfið skráir út. SpeedSensor er nú í þegar notkun mörgum fótboltaliðum landsins.

Árangur

Í dag geta Speed Sensor boðið upp á það að þátttakendur sem fara í mælingar (íþróttafólk) getur séð sinn tíma, þrautir, skothraða samdægurs á Netinu.
Einnig geta þátttakendur séð í hvaða sæti það er í miðað við aðra í sambærilegum aldurshópi og æfingum.
Þetta er mikil bylting og eykur enn frekar keppnisskapið milli félaga sem einstaklinga að bæta sinn tíma.

Ummæli

Verkefnið sem Hugsandi menn unnu fyrir okkur, kerfið var umfram mínar væntingar sem var að sjálfsögðu mjög ánægjulegt. Við prufur á kerfinu komu upp nokkrir gallar sem lagaðir voru jafnóðum. Það er að mínu mati mesta hólið sem mig langar til að segja frá. Ég þurfti nauðsynlega á Hugsandi Mönnum að halda í nokkur skipti vegna viðbóta sem var reddað mjög fljótt. Ég er mjög ánægður með verkefnið og verð einnig að segja að strákarnir sem unnu að verkefninu settu upp mjög gott viðmót á kerfinu, voru fljótir að setja sig inn í verkefnið og skilja tilgang þess. Með kveðju Brynjar