« Til baka

Fasteignasalinn.is

Fasteignasalinn.is

Um viðskiptavininn

Fasteignasalinn er ný og öflug fasteignasala sem býður upp á nýja nálgun fyrir kaupendur og seljendur. Meiri áhersla er lögð á að sinna kaupendum en þekkist á markaði í dag og einnig geta seljendur leitað í gagnagrunni kaupenda sem eru á skrá hjá Fasteignasalanum og kannað hvort að þeir hafi rétta eignina fyrir kaupendur.

  • Mynd 1
  • Mynd 2
  • Mynd 3
  • Mynd 4
  • Mynd 5
  • Mynd 6

Verkefnið

Verkefnið var að búa til vef þar sem lagt var áherslu á nýjungar og metnaður. Vefurinn inniheldur eignaskrá fasteignasölunnar, kaupenda- og seljendaskrá. Blogg færslur, könnun svo eitthvað sé nefnt. Vefurinn var settur upp í WebEd Pro, Hugsandi Menn sáu einnig um hönnun og að stílsniða vefinn (CSS).

Árangur

Heimsóknarfjöldinn hefur margfaldast á mjög stuttum tíma eftir að vefurinn hefur verið opnaður sem hefur skilað sér í auknum viðskipti. Annað hundrað notendur hafa skráð sig á vefnum sem og Facebook. Vefurinn er gott dæmi um hvernig eigi nota vefinn fyrirtækinu til framdráttar.

Ummæli

Ég valdi Hugsandi menn þar sem þeir hafa yfirburðaþekkingu á vefsíðugerð. Ég sendi þeim einfaldlega mínar þarfir og þeir leystu úr þeim hratt og vel. Allt sem talað var um stóðst og það sem var mikilvægara var að ég fékk enga bakreikninga frá þeim. Ég mæli hiklaust með Hugsandi mönnum og er gífurlega ánægð með vefinn sem þeir gerðu fyrir mig. Ásdís Ósk Valsdóttir, framkvæmdastjóri Fasteignasalans