Skrifstofur okkar

Þjónusta

Hugsandi menn er framsækið fyrirtæki. Við leggjum okkur fram um að viðhafa vönduð vinnubrögð og veita góða og persónulega þjónustu.

Við erum samheldinn hópur sérfræðinga með áratuga reynslu í farteskinu. Við nýtum þekkingu okkar til fullnustu og veitum viðskiptavinum persónulega og vandaða þjónustu. Við fáum flest okkar verkefni af afspurn og vitum að ánægðir viðskiptavinur eru besta auglýsingin.

Markmið Hugsandi manna:

  • -  Veita viðskiptavinum persónulega og framúrskarandi þjónustu
  • -  Vinna okkur inn traust viðskiptavina
  • -  Að þjónustan sé áreiðanleg og hröð
  • -  24/7 þjónusta allan ársins hring

Þjónustustjóri

Þjónustustjóri sér um að allt gangi vel fyrir sig og er við alla virka daga frá kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00.

Öll almenn síma- og póstþjónusta á skrifstofutíma er innifalinn í þjónustusamning.

Vaktþjónusta er utan dagvinnutíma.
Símanúmer þjónustunnar er: 821-1314

Einnig er hægt að senda póst á thjonusta (hjá) hugsandimenn.is

Þekkingarbrunnur

Hér væri hægt að nota tæknileg orð, t.d. WebEd, Python, Ruby on rails, PHP, C#. Á mannamáli sérhæfum við okkur í viðskiptahugbúnaði, sérlausnum, þarfagreiningu og gagnagrunnslausnum fyrir Netið. En ef þú vilt vita hvað Ruby on rails þýðir þá skulum við útskýra það fyrir þér.

  • Identity
  • XHTML / CSS
  • HTML5 / CSS3
  • PHP / MySQL
  • C# / MSSQL
  • Ruby / Python
  • .NET / C++
  • FLash / ActionScript

Verkefnaferlið
  • 01
    Verkefnaáætlun

    Við hlustum á þig og gerum kostnaðaráætlun. Já, þótt við séum sérfræðingar þá kunnum við að hlusta.

  • 02
    Þarfagreining

    Sérfræðingur okkar gerir ítarlega þarfagreiningu og gátlista. „Sérfræðingur“ er lykilorðið í þessum punkti.

  • 03
    Vinnsla

    Unnið eftir ákv. stöðlum og vinnuskýrsla skráð jafnóðum. Hver elskar ekki staðla og vinnuskýrslur?

  • 04
    Prófanir

    Prófunarferlið er mikilvægt. Vont að skjóta upp geimsk- utlunni og heyra: „Houston, we have a problem.“

  • 05
    Verkefnaskil

    Farið yfir vinnuskýrslur og verkefnið í heild ásamt gátlista þarfagreiningar. Ekkert fyndið. Grafalvarlegt.