Skrifstofur okkar

Starfsmannastefna

Hjá Hugsandi mönnum er lögð áhersla á að skapa þægilegt vinnuumhverfi og veita starfsfólki tækifæri til að eflast og þróast í starfi.

Mikið er lagt upp úr að efla góðan starfsanda, jákvæð viðhorf og að starfsfólk sýni hvoru öðru virðingu í öllum samskiptum.

Hjá okkur er:

  • -  Mikið lagt upp úr sjálfstæði og gagnkvæmu trausti
  • -  Áhersla lögð á góðan aðbúnað og þægilegt vinnuumhverfi
  • -  Tækjabúnaður fyrsta flokks og aðstaða til fyrirmyndar
  • -  Mikið lagt upp úr að starfsmenn auki við sig þekkingu
  • -  Sterk liðsheild starfsfólks sem skapar öflugt fyrirtæki
  • -  Stuðlað er að jafnri stöðu kynjanna og jöfnum tækifærum
  • -  Hver starfsmaður metinn að verðleikum
  • -  Mottó-ið „work hard, play hard“.

Hvað gerum við?

Hugsandi menn státa af úrvalsliði háskólamenntaðra tæknifrömuða með hugarfar frumkvöðla. Við leggjum okkur alla fram um að stunda vönduð vinnubrögð og veita góða og persónulega þjónustu. Flest okkar verkefni berast vegna góðs umtals viðskiptavina okkar og er það okkar besta auglýsing.

Markmið Hugsandi manna:
- Veita viðskiptavinum persónulega og góða þjónustu
- Öðlast traust viðskiptavina
- Að þjónustan sé áreiðanleg og hröð
- 24/7 þjónusta allan ársins hring

Þjónustustjóri er við alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-17 og sér um að allt gangi vel fyrir sig. Öll almenn síma- og póstþjónusta á skrifstofutíma er innifalinn í þjónustusamningi.


Hægt er að senda allar fyrirspurnir á hjalp[hjá]hm.is

Um Hugsandi Menn

Hugsandi Menn er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í verkefnum sem tengjast fasteignamarkaðnum hér á landi sem og erlendis.
Einnig sjáum við um þarfagreiningar, hönnun og veflausnir fyrir smærri og stærri fyrirtæki sem leggja mikla áherslur á góð og vönduð vinnubrögð.

Einnig reka Hugsandi Menn vefinn fasteignir.is fyrir Félag Fasteignasala og 365 Miðla sem er í dag einn stærsti fasteignavefur landsins með hátt í 9 þús. heimsóknir á dag.

Nýtt skrifstofuhúsnæði

Við vorum að flytja í nýtt húsnæði. Skál fyrir því!

Skrifstofur okkar

Starfsumsókn

Hefurðu verið límdur við tölvuskjáinn frá fæðingu? Var heimilistölvan fyrsti vinur þinn? Gefurðu tölvunni þinni afmælis- og jólagjöf? Ef þú ert gæddur einhverjum af þessum eiginleikum þá eigum við margt sameiginlegt. Ef þú ert einnig skapandi í hugsun og með menntun í tölvunarfræði (?!) þá ertu (næstum því) ráðinn. Væri samt fínt að fá þig í viðtal fyrst.

Sendu okkur póst með helstu upplýsingum um þig. Kannski ertu sálufélagi okkar.