Prentsmiðjan Oddi

Prentsmiðjan Oddi

Oddi var að fá sér nýjan vef hjá Hugsandi Mönnum. Íslenska auglýsingastofan sá um hönnun á vefnum. Vefurinn er lifandi og hressilegur en samt virðulegur eins og hæfir jafn rótgrónu fyrirtæki eins og Oddi er. Oddi er ein stærsta og fjölbreyttasta prentsmiðja landsins og hjá henni starfa um 300 manns. Oddi er einnig með öfluga skrifstofugagnadeild sem og umbúðadeild, plastvörudeild og kynningarefnisdeild. Oddi þjónar virtum hópi viðskiptavina, bæði innlendum og erlendum. Vegna framúrskarandi aðstöðu er hægt að laga þjónustuna að þörfum markaðarins á hverjum tíma og bjóða hámarksgæði og afköst á viðráðanlegu verði. Prentsmiðjan er einstaklega vel tækjum búin og býr að stórum hópi reyndra og vel menntaðra starfsmanna.
Nýji vefurinn er glæsilegur og einfaldur í notkun þar sem upplýsingum um fyrirtækið er miðlað á skýran og greinargóðan hátt.

Við hjá Hugsandi Mönnum óskum Odda innilega til hamingju með þennan glæsilega.
Sjá má vefinn hér: www.oddi.is

Til baka