Fasteignamarkaðurinn ehf

Fasteignamarkaðurinn ehf

Fasteignamarkaðurinn ehf hefur verið verið hjá Hugsandi mönnum í fjölda ára. Fyrir skemmstu var ákveðið að endurnýja vefinn með nýjum áherslum og endurbættu útliti.
Útkoman er glæsileg og óskum við þeim innilega til hamingju með vefinn.

Fasteignamarkaðurinn ehf. var stofnaður 2. Maí árið 1982 af Jóni Guðmundssyni lögg. fasteignasala og Ásdísi Þórðardóttur lögg. fasteignasala. Fasteignamarkaðurinn er því ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins. Í upphafi voru Jón og Ásdís einu starfsmenn Fasteignamarkaðarins en fljótlega bættust fleiri við.

Í dag eru eigendur Fasteignamarkaðarins þeir Jón Guðmundsson og Guðmundur Th. Jónsson og starfa samtals 7 starfsmenn hjá fyrirtækinu, þar af 5 löggiltir fasteignasalar.

Fasteignamarkaðurinn er til húsa að Óðinsgötu 4 í Reykjavík og hefur verið það frá upphafi.

Vefslóðin er www.fasteignamarkadurinn.is

Til baka