Fasteignasalan Árborgir

Fasteignasalan Árborgir

Fasteignasalan Árborgir velur Homebase fasteignasölukerfi. Við óskum þeim velkomna í hópinn.

Fasteignasalan Árborgir er fasteigna- og fjárfestingarmiðlun staðsett að Austurvegi 6 - 2.hæð.

Fasteignasalan Árborgir hóf rekstur á vordögum 2002. Fasteignasalan er stofnuð á grunni fasteignasölu Málflutningsskrifstofunnar á Selfossi, sem er lögmannsstofa í eigu Guðjóns Ægis Sigurjónssonar hdl. og Óskars Sigurðssonar hdl. Í samstarfi við Sigurð Fannar Guðmundsson stofnuðu þeir síðan Fasteignasöluna Árborgir ehf. Lögmenn Málflutningsskrifstofunnar munu annast skjalagerð og frágang á sölum eigna.

Fasteignasalan Árborgir leggur mikla áherslu á að veita alhliða þjónustu til þeirra sem vilja stunda eignaviðskipti. Áhersla er lögð á sölu eigna af öllu Suðurlandi og gildir þá einu hvort um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, sumarhús, bújarðir eða fyrirtæki.

Til baka