Íbúðalánasjóður

Íbúðalánasjóður

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Íbúðalánasjóður hefur valið Homebase fasteignasölukerfi til að halda utan um eignasafnið. Homebase hefur fengið gríðarlega góða viðtökur undanfarið sem undirstrikar að um er að ræða eitt fremsta fasteignasölukerfi hér á landi.

Íbúðalánasjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem veitir einstaklingum, sveitarfélögum, félögum og félagasamtökum húsnæðislán til íbúðarkaupa og byggingarframkvæmda. Íbúðalánasjóður er fjárhagslega sjálfstæður og stendur undir lánveitingum og rekstri með eigin tekjum. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.

Til baka