• WebEd 2.0

  WebEd 2.0

  WebEd 2.0 er öflugt vefumsjónarkerfi hannað með það fyrir augum að allir geti uppfært vefsvæðið sitt á auðveldan og fljótlegan hátt. Hvort sem fyrirtækið er með einfaldan eða yfirgripsmikinn og flókinn vef, þá ræður WebEd 2.0 við verkið.

  Lesa nánar
 • Hugsum út fyrir rammann

  Hugsum út fyrir rammann

  Hérna myndu flest fyrirtæki tala um hversu framúrskarandi þau eru á sínu sviði. En við erum ekki eins og flest fyrirtæki. Við vitum að þú hefur alltof oft heyrt klisjuna um persónulega þjónustu. Allt slíkt blaður tekur bara tíma frá þér í leitinni að bestu lausninni. Þess í stað bendum við þér á að við erum að vinna í því að fá alþjóðlega gæðavottun sem snýr að vinnuferli, skilgreiningum, prófunum og þjónustu.

  Þangað til skaltu ekki spyrja okkur að því hversu góðir við erum. Spurðu viðskiptavini okkar.

 

Prentsmiðjan Oddi

Prentsmiðjan Oddi

Oddi var að fá sér nýjan vef hjá Hugsandi Mönnum. Vefurinn er lifandi og hressilegur en samt virðulegur og hæfir þeim vel.

Lesa nánar
 

Modern.is

Modern.is

Modern húsgagnaverslun opnar nýjan vef. Modern.is er án efa ein glæsilegasta húsgagnaverslun landsins.

Lesa nánar
 

Filmverk

Filmverk

Filmverk og ljósmyndastofa suðurlands: Filmverk.is er nýr vefur frá Hugsandi Mönnum.

Lesa nánar

Við erum Hugsandi Menn

Hugsandi menn er hugbúnaðarfyrirtæki sem var stofnað árið 1999 og voru fyrstu verkefnin vefsmíðar fyrir smærri fyrirtæki. Í dag sérhæfum við okkur í viðskiptahugbúnaði, þarfagreiningu og gagnagrunnslausnum fyrir Netið ásamt ýmsum sérlausnum fyrir smærri og stærri fyrirtæki.

Einnig reka Hugsandi menn vefinn fasteignir.is fyrir Félag Fasteignasala og 365 miðla sem er í dag einn stærsti fasteignavefur landsins með hátt í 11 þús. heimsóknir á dag

Þjónustan

Við erum samheldinn hópur sérfræðinga með áratuga reynslu í farteskinu. Við nýtum þekkingu okkar til fullnustu og veitum viðskiptavinum persónulega og vandaða þjónustu. Við fáum flest okkar verkefni af afspurn og vitum að ánægðir viðskiptavinir eru besta auglýsingin.

Lesa nánar

Okkar stefna

Við erum mjög stolt af þeim verkum sem við höfum nú þegar unnið og ætlum að þróa og styrkja þær lausnir enn frekar í framtíðinni. Jafnframt höfum við mikinn metnað fyrir því að vaxa og dafna með okkar viðskiptavinum.

Lesa nánar

Vissir þú?

4.375.000 NotendurÁrlegar heimsóknir á vefi sem keyra á WebEd frá Hugsandi Mönnum.

Verkefnaferlið
 • 01
  Verkefnaáætlun

  Við hlustum á þig og gerum kostnaðaráætlun. Já, þótt við séum sérfræðingar þá kunnum við að hlusta.

 • 02
  Þarfagreining

  Sérfræðingur okkar gerir ítarlega þarfagreiningu og gátlista. „Sérfræðingur“ er lykilorðið í þessum punkti.

 • 03
  Vinnsla

  Unnið eftir ákv. stöðlum og vinnuskýrsla skráð jafnóðum. Hver elskar ekki staðla og vinnuskýrslur?

 • 04
  Prófanir

  Prófunarferlið er mikilvægt. Vont að skjóta upp geimsk- utlunni og heyra: „Houston, we have a problem.“

 • 05
  Verkefnaskil

  Farið yfir vinnuskýrslur og verkefnið í heild ásamt gátlista þarfagreiningar. Ekkert fyndið. Grafalvarlegt.